Fengu ekki að landa á Þórshöfn

Í fréttinni kemur fram að skipið hafi ekki fengið að …
Í fréttinni kemur fram að skipið hafi ekki fengið að landa afla sínum á Þórshöfn. Líney Sigurðardóttir

Færeyski fréttavefurinn jn.fo greinir frá því að grænlenska skipið Tasiilaq hafi verið meinað að landa afla sínum á Þórshöfn á Íslandi í gær. Skýringin er sögð vera sú að skipið hafi veitt í grænlenskri lögsögu.

Skipið sigldi því til Færeyja með aflann, um 700 tonn af frystri síld, hátt í 700 tonn sem verða nýtt í fiskimjöl og um 200 tonn af ferskri síld. Tasiilaq kom til Kollafjarðar í Færeyjum í nótt.

Í frétt jn.fo kemur fram að skipið sé í eigu Royal Greenland Pelagic og að Íslendingar eigi 10% hlut í félaginu.

Skemmst er að minnast færeyska skipsins Næraberg sem lagðist að bryggju í Reykjavík í lok september. Vél skipsins bilaði og var því ákveðið að taka á móti skipinu.

Lögum samkvæmt er er­lend­um skip­um, sem stunda veiðar eða vinnslu á afla úr sam­eig­in­leg­um nytja­stofn­um sem veiðast bæði inn­an og utan ís­lenskr­ar fisk­veiðiland­helgi og sem ís­lensk stjórn­völd hafa ekki gert milli­ríkja­samn­ing um nýt­ingu á óheim­ilt að koma til ís­lenskra hafna og fá þau heldur ekki þjónustu í höfnunum.

Íslend­ing­ar og Græn­lend­ing­ar hafi gert sér­stakt sam­komu­lag sín á milli sem felst í því að græn­lensk skip fá að landa til­teknu magni af mak­ríl, veidd­um í Græn­landi, hér á landi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert