58 kg af efni í gervifætur

Sveinn Rúnar á Keflavíkurflugvelli í gær.
Sveinn Rúnar á Keflavíkurflugvelli í gær.

Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Íslands-Palestínu, hélt í gær utan með 58 kíló af efni í gervifætur en leiðin liggur á Vesturbakkann og Gasaströndina. Áætlað er að efnið muni duga í tuttugu gervifætur sem eiga að hjálpa tuttugu manns en Sveinn Rúnar segir þörfina vera mikla. 

Hann segir jafnframt að félagið Ísland-Palestína hafi orðið við beiðni Gervilimastöðvarinnar á Gasa sem félagið hefur unnið með síðan 2009.

Auk þess að fylgja eftir þeirri beiðni mun Sveinn Rúnar hafa umsjón með öðrum verkefnum sem félagið stendur að á svæðinu en þar má nefna samvinnu við Læknishjálparsamtökin á Gasa og AISHA-kvennahús sem er snýr að stuðningi við konur og börn sem hafa þurft að þola ofbeldi. 

Eiginkona Sveins Rúnars, borgarfulltrúinn Björk Vilhelmsdóttir, birti meðfylgjandi ljósmynd á fésbókarsíðu sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert