„Rangstæður í Reykjavík“ verðlaunuð

Frá verðlaunaafhendingunni í borgarbókasafninu í dag.
Frá verðlaunaafhendingunni í borgarbókasafninu í dag.

Bókin Rangstæður í Reykjavík eftir Gunnar Helgason hlaut í dag bókaverðlaun barnanna. Verðlaunin voru afhent í dag klukkan 15 í Borgarbókasafninu í Reykjavík. Um 4 þúsund manns tóku þátt í kosningunni sem fór fram á heimasíðu safnsins og í grunnskólum og bókasöfnum um allt land. 

Í flokknum besta þýdda barnabókin var Amma glæpon eftir David Walliams hlutskörpust. 

Sex börn fengu viðurkenningu fyrir þátttökuna í kosningunum, leikhúsmiða, máltíðir á Hamborgarabúllunni og eitt barnið fær Gunnar Helgason í heimsókn í bekkinn sinn. Handhafar bókaverðlaunanna sjálfra fengu bók Ragnars Axelssonar, Fjallaland, að gjöf frá safninu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert