Nánast ekkert í lagi

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Það var ansi margt sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði athugasemd við er hún stöðvaði för bifreiðar skömmu eftir miðnætti í Hafnarfirðinum.

Að sögn lögreglu var ástand bifreiðarinnar mjög slæmt.   Brotin rúða, bifreiðin öll dælduð,  ljósabúnaður í ólagi, öll ljósker brotin nema eitt þar logaði eina virka ökuljósið (stöðuljós).  Ökumaður bifreiðarinnar var án réttinda enda aðeins 16 ára og var það mál afgreitt með aðkomu foreldris og tilkynningu til Barnaverndar.   

Skráningarnúmer bifreiðarinnar klippt af og lyklar teknir í vörslu lögreglu þar sem eigandi bifreiðarinnar var ölvaður farþegi í bifreiðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert