Um 110 skjálftar á umbrotasvæðinu

Myndin sýnir eldgosið í Holuhrauni í gær. Myndin er byggð …
Myndin sýnir eldgosið í Holuhrauni í gær. Myndin er byggð á gögnum frá vísindamönnum á vettvangi, ratsjármælingum úr flugvél Landhelgisgæslunnar og ýmsum gervitunglamyndum. mynd/Jarðvísindastofnun HÍ

Um 110 jarðskjálftar hafa mælst á umbrotasvæðinu við norðvestanverðan Vatnajökul frá miðnætti. Stærsti skjálftinn í kvöld mældist kl. 18:49 en hann var 3,5 að stærð. Rúmlega 60 skjálftar hafa mælst við öskju Bárðarbungu og 50 í kvikuganginum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Stærstu skjálftarnir urðu fyrri part dags, en sá stærsti varð á fimmta tímanum í nótt. Hann mældist 5,2.

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram af svipuðum krafti og undanfarna daga og ekkert dregur úr rennsli hrauns. Þá er ekkert lát á sigi öskju Bárðarbungu.

Á morgun er útlit fyrir vaxandi sunnan og suðaustan átt og má búast við að gasmengun berist til norðurs og norðvesturs frá eldstöðinni.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Veðurstofu Íslands og vef Almannavarna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert