Áhyggjur vegna ráðgjafar ICES

Heildarráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, gerir ráð fyrir samdrætti í þremur mikilvægum uppsjávartegundum í Norðaustur-Atlantshafi; kolmunna, makríl og norsk-íslensku síldinni.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, hafa áhyggjur af þessari þróun. „Þetta eru mikilvægir stofnar á Norður-Atlantshafi og við þurfum að hafa áhyggjur af þróun þeirra, sérstaklega þegar norsk-íslenska síldin er komin í það ástand sem hún er í.“

Kolbeinn segist ekki hafa mat á verðmætatapi eins og stendur en ljóst er að það verður nokkurt hjá þeim útgerðum sem veiða úr stofnunum. Óljóst er hvaða áhrif þetta hefur á viðræður um makrílinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert