Engin lausn í sjónmáli

Kópavogur
Kópavogur Ómar Óskarsson

Fulltrúar starfs­manna­fé­lags Kópa­vogs­bæj­ar og fulltrúar sambands íslenskra sveitafélaga funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag án árangurs. Næsti fundur hefur verið boðaður á mánudaginn. 

„Það er verið að reyna að finna lausn á deilunni en mér sýnist hún ekki vera í sjónmáli,“ segir Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður starfsmannafélags Kópavogsbæjar í samtali við mbl.is.

Starfsmannafé­lagið hef­ur samþykkt verk­falls­boðun. Ná­ist ekki samn­ing­ar leggja fé­lags­menn niður störf dag­ana 14., 15., 21. og 22. októ­ber. Þá hefst ótíma­bundið verk­fall 1. nóv­em­ber.

Jófríður telur að rúmlega 700 manns myndu leggja niður störf ef til verkfalls kemur. 

„Kópavogsbær myndi lamast“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert