Fimm á slysadeild eftir harðan árekstur

Sjúkrabílar og lögregla á vettvangi slyssins.
Sjúkrabílar og lögregla á vettvangi slyssins. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Fimm voru fluttir á slysadeild eftir harðan þriggja bíla árekstur sem varð á Reykjanesbraut skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar á þriðja tímanum í dag. Fólkið var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar en ekki liggur fyrir hversu mikil meiðsl fólkið hlaut.

Tikynning um slysið barst lögreglu um kl. 14:40, sem átti sér stað á Reykjanesbraut skammt frá Hringtorginu sem liggur við flugvöllinn. Bifreið ók aftan á bíl sem var kyrrstæður á veginum með þeim afleiðingum að kyrrstæða bifreiðin kastaðist yfir á hina akbrautina og á bíl sem kemur úr gagnstæðri átt

Hvorki liggur fyrir hvers vegna bifreiðin var kyrrstæða né hvers vegna hinn bíllinn ók á hann. Lögreglan segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða.

Vettvangur slyssins var lokaður fyrir umferð á meðan lögregla og sjúkralið athafnaði sig, en bílum var beint um hjáleið í gegnum Reykjanesbæ.

Búið er að aflétta lokunum að sögn lögreglu en málið er í rannsókn.

Umferðarslys skammt frá Leifsstöð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert