Fimm skjálftar yfir 3 stig

Spá um mengun frá gosinu í dag, miðvikudag.
Spá um mengun frá gosinu í dag, miðvikudag. Af vef Veðurstofu Íslands

Fimm skjálftar sem hafa reynst vera yfir þrjú stig hafa mælst við norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar frá því klukkan 19 í gærkvöldi.

Stærsti skjálftinn í nótt við Bárðarbungu var 4,6 að stærð kl. 02:44. Stærsti skjálftinn frá því klukkan 19 var 4,8 að stærð og var hann klukkan 19:24. Stærsti skjálftinn við norðanverðan ganginn frá kl. 19 í gær var 2,8 stig kl. 21:02.

Frá miðnætti hafa mælst 9 skjálftar við Bárðarbunguöskjuna og 3 skjálftar við norðanverðan ganginn. Tveir skjálftar hafa einnig mælst við Öskju og Herðubreið, samkvæmt upplýsingum frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands.

Í dag (miðvikudag) er spáð sunnanátt og dreifist þá gasmengunin frá eldgosinu til norðurs og markast áhrifasvæðið af Bárðardal í vestri og Hólasandi í austri. Suðvestlægari vindur í kvöld og færist þá svæðið heldur til austur allt austur að Þistilfirði.

Á morgun, fimmtudag er spáð fremur hægum vindi yfir gosstöðvunum og dreifist mengun þá lítið út fyrir nágrenni gosstöðvanna en síðdegis hvessir af suðri og markast áhrifasvæðið þá aftur af Bárðadal í vestri og Hólasandi í austri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert