Loki gluggum og veri inni

Mengun berst frá eldgosinu í Holuhrauni.
Mengun berst frá eldgosinu í Holuhrauni. mbl.is/Rax

Vísindamannaráð skoðaði í morgun mælagögn um mengun af völdum brennisteinstvíildis, SO2. Háir toppar mældust í Mývatnssveit í nótt og í morgun og hæsti 10 mínútna toppur var um 5.800 míkrógrömm.

Í frétt frá Veðurstofu Íslands segir að fólk á svæðum þar sem spáð er mengun sé beðið um að fylgjast vel með og fara eftir leiðbeiningum um að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Þeir sem finna fyrir óþægindum eru hvattir til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert