Með hjólið að láni í rúm 40 ár

Um var að ræða Panther-mótorhjól frá árinu 1947.
Um var að ræða Panther-mótorhjól frá árinu 1947.

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp þann dóm í gær að maður sem lánaði 15 ára gömlum unglingi mótorhjól árið 1972 væri réttmætur eigandi hjólsins.

Stefnandi, sá sem fékk hjólið að láni, fullyrðir að stefndi hafi gefið sér Panther-bifhjól, árgerð 1947, fyrir rúmum 40 árum. Það hafi verið í vörslu hans síðan.

Maðurinn, sem héraðsdómur telur eiganda hjólsins, fór í apríl árið 2013 að heimili stefnanda og tók hjólið til baka. Telur maðurinn sem fékk hjólið lánað að stefndi hafi nýtt sér sakleysi móður hans sem býr með honum til þess að taka hjólið ófrjálsri hendi þegar hann var að heiman. Eigandinn hafi aldrei gert tilkall til hjólsins og reynt að fá það afhent þar til hann kom heim til móður hans. Þá hafi hann varið tíma og peningum í að gera við hjólið sem hann taldi sig hafa fengið að gjöf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert