Útskrifuð af gjörgæslu

mbl.is/Sigurður Bogi

Kona sem slasaðist alvarlega er hún féll ofan í sprungu við Þríhnúkagíg á föstudaginn er nú útskrifuð af gjörgæsludeild Landspítalans. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala dvelur konan nú á annarri deild.

Kon­an, sem er ís­lensk og á fimm­tugs­aldri, var í hópferð um Þríhnúkagíg þegar slysið varð. Banda­rísk­ur karl­maður á sjö­tugs­aldri féll einnig ofan í sprung­una, en hann slasaðist ekki alvarlega. Talið er að kon­an hafi fallið 6-7 metra en maður­inn 4-5 metra.

 Fréttir mbl.is

„Féllu í sprungu við Þríhnjúkagíg“

„Hinir slösuðu komn­ir á sjúkra­hús“

„Kon­unni haldið sof­andi í önd­un­ar­vél“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert