Spiluðu af hjartans lyst

Strengjanemendurnir spiluðu af hjartans lyst fyrir fullan sal áhorfenda.
Strengjanemendurnir spiluðu af hjartans lyst fyrir fullan sal áhorfenda. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Tæplega 300 strengjanemendur hvaðanæva af landinu komu saman á strengjasveitarmóti um helgina á Akureyri. Mótið hófst á föstudagskvöldið þar sem krakkarnir stilltu saman strengi og æfðu fyrir lokatónleika sem haldnir voru í dag, sunnudag, í Hofi.

Krakkarnir voru mjög spenntir að spila saman á tónleikunum sem þóttu glæsilegir. Nemendunum var skipt niður í fjórar hljómsveitir; gula, rauða, græna og bláa sveit og spiluðu þær allar af hjartans lyst fyrir áhorfendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert