Jafn mikið af járni er unnið í Kanada

Járn fellur Hringrás til.
Járn fellur Hringrás til. Ómar Óskarsson

Endurvinnslufyrirtækið Hringrás, sem unnið hefur brotajárn til útflutnings hér á landi, hefur starfrækt endurvinnslustöðvar í St. Jones og Bay Bulls í Kanada undir nafninu NLL Recycling frá árinu 2008.

Er nú svo komið að starfsemin þar er jafn mikil og hún er á Íslandi hvað varðar það magn brotajárns sem unnið er á hvorum stað, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Hringrás er með starfsemi á fjórum stöðum á Íslandi, í Klettagörðum í Reykjavík, á Reyðarfirði, í Helguvík og á Akureyri. Alls starfa um 50 manns hjá fyrirtækinu hér á landi en um helmingi færri í Kanada. Að sögn Einars Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Hringrásar, vann fyrirtækið útboð í St. Johns árið 2008 og er það ástæðan fyrir veru fyrirtækisins þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert