Borgarafundur vegna neyðarbrautar

Reykjavíkurflugvöllur úr lofti.
Reykjavíkurflugvöllur úr lofti. mbl.is/RAX

Opinn borgarafundur verður haldinn á Hótel Natura (Loftleiðum) í kvöld. vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í málefnum flugvallarins í Vatnsmýri. „Flest bendir til þess að borgaryfirvöld ætli að hunsa með öllu alvarlegar athugasemdir fjölda aðila úr flugrekstri, sjúkraflutningum og flugöryggismálum með því að gefa út framkvæmdaleyfi til verktaka á Hlíðarendasvæðinu,“ segir í tilkynningu frá hópnum Hjartað í Vatnsmýri. Fundurinn hefst kl. 20.

Framsögumenn verða:

  • Björgólfur Jóhannesson, forstjóri Icelandair Group
  • Leifur Magnússon, verkfræðingur og fv. formaður Flugráðs
  • Sigurður Ingi Jónsson, fulltrúi í flugöryggisnefnd Isavia um lokun Neyðarbrautarinnar
  • Bergur Stefánsson, yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa og formaður fagráðs sjúkraflutninga

Á fundinum munu framsögumenn gera grein fyrir athugasemdum sínum við deiliskipulagið og „útskýra hina válegu stöðu sem upp er komin,“ að því er fram kemur í tilkynningu.

Tillaga að Hlíðarendasvæðinu séð úr suðri. Hægra megin má sjá …
Tillaga að Hlíðarendasvæðinu séð úr suðri. Hægra megin má sjá íþróttahús Vals, nýjan fótboltavöll og væntanlegt knatthús. Þar hliðin á er ætlað að byggja um 200 stúdentaíbúðir eða stúdentaeiningar. Mynd/Hlíðarendabyggð
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert