Brjóti gegn anda flugvallarsamkomulags

Frá fundinum í kvöld. Björgólfur er annar frá vinstri.
Frá fundinum í kvöld. Björgólfur er annar frá vinstri. mbl.is/Golli

Björgólf­ur Jó­hann­es­son, for­stjóri Icelanda­ir Group, segir að fyrirhugaðar framkvæmdir á Hlíðarenda brjóti gegn anda samkomulagsins sem fulltrúar ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group skrifuðu undir í fyrra varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Þann 25. október í fyrra sammældust menn um að norður-suðurbraut Reykjavíkurflugvallar yrði ekki fjarlægð 2016 eins og gert var ráð fyrir í aðalskipulagstillögu, heldur látin liggja óhreyfð til 2022, auk þess sem Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, mun leiða vinnu við að finna varanlegt stæði fyrir flugvöllinn á höfuðborgarsvæðinu. 

Samkomulagið var undirritað af Jóni Gnarr, borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni, formanni borgarráðs, Hönnu Birnu Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, og Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group.

„Nú berast fréttir af því að framkvæmdaleyfi á Hlíðarenda verði gefið út á næstu vikum. Það mun óhjákvæmilega leiða til hindrunar á aðflugi og brottflugi inn neyðarbrautina og gera hana ónothæfa og flugvöllurinn verður samhliða með verri nýtingarstuðla og minna öryggi. Verði þessi framvinda staðfest finnst mér það brjóta gegn anda samkomulagsins sem gert var fyrir ári síðan,“ sagði Björgólfur á opn­um borg­ar­a­fundi í kvöld, sem samtökin Hjartað í Vatnsmýri stóðu fyrir. 

Þar var rætt um ákvörðun borgaryfirvalda um að gefa út fram­kvæmda­leyfi til verk­taka á Hlíðar­enda­svæðinu og loka þar með svo­kallaðri neyðarbraut. Fjölmenni var á fundinum sem hófst klukkan 20 í kvöld og stóð um tvær klukkustundir. 

Rögnunefndin svokallaða hefur fækkað þeim kostum sem til skoðunar eru hjá nefndinni úr fimmtán í fimm. Kostirnir eru: Bessastaðanes, Löngusker, Hvassahraun, Hólmsheiði og nýjar útfærslur á innanlandsflugvellinum í Vatnsmýri.

Alvarlegar athugasemdir hunsaðar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert