Eignast Landnámssetrið í Borgarnesi að fullu

Landnámssetrið í Borgarnesi
Landnámssetrið í Borgarnesi mbl.is/Rax

Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir hafa óskað eftir því að kaupa hlut Borgarbyggðar í Landnámssetri Ísland í Borgarnesi.

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í síðustu viku var rætt um Landnámssetur Íslands ehf. og lagt fram bréf Kjartans Ragnarssonar þar sem óskað er eftir að kaupa hlut sveitarfélagsins í Landnámssetrinu. Byggðarráð tók vel í erindið og var sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara.

Borgarbyggð á nú 20% í Landnámssetrinu en Kjartan og Sigríður Margrét 80%.

Sigríður Margrét, framkvæmdastjóri Landnámssetursins, segir að þegar reksturinn hófst fyrir átta árum hafi Borgarbyggð átt 80% í setrinu en þau 20%. „Sveitarfélagið vildi vera með okkur í þessu í upphafi því það hafði áhuga á að reka menningarhúsið og koma þessu af stað. Síðan með tímanum jókst reksturinn, með veitingahúsi og búð, og þá fannst sveitarfélaginu ekki eðlilegt að það væri í slíkum rekstri. Eignarhlutur okkar stækkaði og síðan hafa þeir verið að ræða það að það væri eðlilegast að við ættum þennan rekstur alfarið enda sæjum við um að reka þetta allt saman.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert