Þjóðin kjósi um hríðskotabyssurnar

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Fréttir af því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi fengið 150 hríðskotabyssur að gjöf frá Norðmönnum hafa vakið athygli. Búið er að setja undirskriftarsöfnun af stað þar sem skorað er á stjórnvöld að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort „vélbyssuvæða beri hinn almenna lögreglumann“.  

Þegar þetta er skrifað hafa rétt yfir 900 skrifað undir. 

Undirskriftarsöfnunin, sem Þorsteinn Jónsson stofnaði, ber yfirskriftina „Þjóðaratkvæði vegna vopnavæðingar hinnar almennu lögreglu“.

Þar segir:

„Við undirrituð skorum á stjórnvöld að efla [sic] til þjóðaratkvæðagreiðslu hið fyrsta um hvort vélbyssuvæða beri hinn almenna lögreglumann.  Jafnframt skorum við á stjórnvöld leggja blátt bann við notkun hverskyns drápstóla af hálfu hins almenna lögregluþjóns þar til vilji þjóðarinnar liggur fyrir.

Hér er um að ræða grundvallarbreytingar á því umhverfi er íslenskt samfélag hefur búið við hvað vopnaburð lögreglu varðar.  Við teljum það því vera mannréttindi okkar í lýðræðislegu samfélagi, að fá um það að kjósa hvort vilji sé fyrir þeim veigamiklu breytingum sem þessi tiltekna vopnavæðing mun hafa.“

<h3>Hafa stofnað hóp á facebook</h3>

Þá er búið að <a href="https://www.facebook.com/pages/Skilum-byssunum/351183485049160?sk=info" target="_blank">stofna hóp á facebook </a>sem ber yfirskriftina „Skilum byssunum“. Stofnandi hópsins er Einar Friðriksson. 

<span>„Upplýst hefur verið að lögreglan hafi fengið nokkurn fjölda af sjálfvirkum skammbyssum og 150 eða 200 hríðskotabyssur að gjöf eða keypt af norsku lögreglunni. Lögregluembætti landsins fá byssurnar til að setja í lögreglubíla eða geyma í lögreglustöðvum. Þetta mál hlýtur að þurfa að ræða betur, áður en ákvörðun er tekin um að vígbúa lögregluna á Íslandi með þessum hætti,“ segir í lýsingunni á hópnum.</span>

Þýska fyrirtækið Heckler & Koch framleiðir MP5-hríðskotabyssurnar.
Þýska fyrirtækið Heckler & Koch framleiðir MP5-hríðskotabyssurnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert