Verkfallstónninn sleginn

Tónlistakennarar hjá Ríkissáttasemjara fyrr í þessum mánuði. Sigrún Grendal, formaður …
Tónlistakennarar hjá Ríkissáttasemjara fyrr í þessum mánuði. Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara, er fremst á myndinni. mbl.is/Árni Sæberg

Fundi tónlistarkennara og sveitarfélaga, sem staðið hefur hjá ríkissáttasemjara frá því klukkan tíu í dag, lauk upp úr hálfsjö. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Er því ljóst að verkfall skellur á.

Fram hefur komið að ef samningar nást ekki í dag eða kvöld hefst verkfall tónlistarskólakennara, sem eru í Félagi tónlistarskólakennara, í fyrramálið.

Ríkissáttasemjari mun boða til nýs fundar ef ástæða þykir til.

Verkfallið nær til kenn­ar­a og mill­i­stjórn­end­a í rúm­lega átta­tíu tón­list­ar­skól­um um landið. Alls eru um 550 manns í fé­lag­inu en nokkr­ir af þeim eru skóla­stjórn­end­ur sem fara ekki í verk­fall.

Tónlistarskólakennarar efna til fundar í Hörpu klukkan 19.30 í kvöld. Ávörp flytja dr. Ágúst Einarsson prófessor, Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld og Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarkennara.

Pallborðsumræður taka siðan við þar sem sitja fulltrúar stjórnmálaflokkanna, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga og foreldri tónlistarnemanda. Þá verður að sjálfsöðu flutt ýmiss konar tónlist á fundinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert