Rútur í vanda á Fjarðarheiði

Norræna hafði viðdvöl á Íslandi í sólarhring og nýttu erlendir …
Norræna hafði viðdvöl á Íslandi í sólarhring og nýttu erlendir ferðmenn tækifærið til að fara í skoðunarferð. mbl.is/Pétur

Fljúgandi hálka hefur verið á Fjarðarheiði lentu fimm rútur með um 250 þýskum ferðamönnum í vanda á sjöunda tímanum í kvöld þegar ein þeirra stöðvaðist á veginum, en rúturnar voru á leið til Seyðisfjarðar. Þá lenti gámaflutningabifreið í vandræðum á leið sinni frá bænum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru þrjár rútur komnar af stað og er verið að aðstoða þær síðustu. Ferjan Norræna kom til Seyðisfjarðar í gær en hefur sólarhringsviðdvöl hér á landi. Rúturnar voru um borð í ferjunni og var ákveðið að fara í skoðunarferð.

Lögreglan segir að veðrið sé ágætt en hálka sé mikil. Rúturnar hafi einfaldlega ekki verið búnar undir slíkar aðstæður. Um leið og keðja var sett undir fremstu rútuna fóru hjólin að snúast í bókstaflegri merkingu.

Lögreglan segir að fleiri stórir bílar hafi verið að lenda í vanda á heiðinni í dag vegna hálkunnar. Nauðsynlegt sé að hafa keðjur á dekkjunum.

Flutningabifreiðin stöðvaðist Seyðisfjarðarmegin vegna bilunar og er unnið að því að aðstoða hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert