Sjónum næst beint að Gunnari Braga

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landhelgisgæslu Íslands buðust notaðar MP5 vélbyssur frá Noregi og ríkislögreglustjóra í framhaldi. Allt kom þetta svo til í gegnum samstarfssamninga milli Norðurlanda og því hefur utanríkisráðherra haft vitneskju um málið. Þetta kom fram á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.

Á fundinn komu Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, og Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. „Í sjálfu sér bættist ekki mikið við það sem þegar hefur komið fram. Það var ekki mikið af nýjum upplýsingum, fannst mér,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, en hún var á meðal þeirra sem kallaði eftir fundinum. „Það er þeirra skoðun að þetta sé engin eðlisleg breyting á störfum lögreglunnar, sem ég geld varhug við.“

Bjarkey óskaði einnig eftir nærveru innanríkisráðherra á fundinum en ekki fengust svör við því hvers vegna hann var ekki boðaður. „Við þurfum að taka stöðuna og vita hvort það breyti einhverju að kalla ráðherra á sérstakan fund.“

Vísa hver á annan

Á fundinum spurði Bjarkey út í aðdraganda þess að ríkislögreglustjóri fékk til sín 150 vélbyssur. „Einu svörin sem Jón og Haraldur gáfu var að þeir vildu ekki svara fyrir Gæsluna. Það vísar hver á annan hvað það varðar að minnsta kosti. Georg [Lárusson forstjóri Gæslunnar] vill ekki taka ábyrgð á því að hafa haft milligöngu um þetta en svo aftur segir Jón að Gæslunni hafi boðist þetta og þeir í gegnum Gæsluna. En það er auðvitað utanríkisráðuneytið sjálft sem er milligönguaðili í þessu og fær af þessu einhverjar vitneskju.“

Bjarkey segir því að ástæða sé til að velta fyrir sér hvort skoða þurfi þátt utanríkisráðherra í viðtöku vopnanna frá Noregi. „Þetta kemur í gegnum samstarfssamninga á milli Norðurlandanna.“

Hún segir að málinu verði fylgt eftir og fylgst náið með framvindu þess.

key Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna
key Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna
Þýska fyrirtækið Heckler & Koch framleiðir MP5-hríðskotabyssurnar, sem lögreglumenn um …
Þýska fyrirtækið Heckler & Koch framleiðir MP5-hríðskotabyssurnar, sem lögreglumenn um allan heim nota.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert