17 ára tekinn á rjúpnaveiðum

mbl.is/Hjörtur

Lögreglan í Borgarnesi lagði í dag hald á haglabyssu og skotfæri sautján ára gamallar skyttu sem hafði komið sér fyrir í Bröttubrekku til að skjóta rjúpu. 

Skyttan unga hafði þegar skotið eina rjúpu, og lagði lögregla einnig hald á hana. Drengurinn má búast við sekt, en hann var ekki með skotvopnaleyfi enda ekki nógu gamall til þess.

Rjúpna­veiðitíma­bilið hófst í dag og stend­ur til 16. nóv­em­ber. Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg vill vekja at­hygli á að veður­spá helgar­inn­ar er víða þokka­leg og því lík­ur á að marg­ar skytt­ur muni leggja land und­ir fót.

Betra að snúa við en lenda í ógöngum

Rjúpa
Rjúpa Sverrir Vilhelmsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert