Kjötsúpa í boði á Skólavörðustíg

Eyþór Árnason

Laugardaginn 25. október, fyrsta vetrardag, verður venju samkvæmt boðið upp á íslenska kjötsúpu á Skólavörðustíg í Reykjavík.

Er þetta tólfta árið í röð sem vetri er fagnað á þennan hátt.

Það eru sauðfjárbændur, Íslenskt grænmeti og verslunar- og fyrirtækjaeigendur á Skólavörðustígnum sem bjóða gestum og gangandi að bragða á súpunni.

Úlfar Eysteinsson mun að venju ausa á fyrstu diskana fyrir fanga Hegningarhússins á Skólavörðustíg en kl. 14 verður byrjað að gefa súpu á fimm stöðum í götunni. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert