Tvíhöfði fann nýtt heimili

Tvíhöfði.
Tvíhöfði. Sverrir Vilhelmsson

Útvarpsþátturinn Tvíhöfði mun hefja göngu sína á ný í næsta mánuði en hann er hugarsmíð Sigurjóns Kjartanssonar og borgarstjórans fyrrverandi, Jóns Gnarr. Um verður að ræða vikulega hlaðvarpsþætti sem hægt verður að nálgast á vefsíðu Kjarnans eða með því að gerast áskrifandi í gegnum snjalltæki. 

Frá þessu er greint á Kjarnanum. Þá tók fjölmiðlamaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson viðtal við Jón Gnarr og birti á vefsvæði sínu í morgun. Þar segir meðal annars: „Sigurjón er orðinn afskaplega spenntur og hlakkar mikið til. Hann er náttúrlega eins og barn. Hann er stórt barn. Stundum hringir hann í mig á nóttunni án þess að hafa neitt að tala um. Honum finnst bara gott að heyra röddina mína. Hún róar hann. Ég hef seiðandi rödd. Fólk á eftir að tala mikið um það þegar það heyrir þáttinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert