Brutu rúður í leikskóla

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gærkvöldi tilkynningu um að verið væri að brjóta rúður í leikskóla í Breiðholti. Talið er að hópur ungmenna hefði staðið í þessu.

Skömmu síðar barst lögreglu tilkynning um hópslagsmál í öðrum hluta hverfisins. Einn maður var handtekinn grunaður um líkamsárás og gistir hann fangageymslu. Menn sem lögregla ræddi við eru taldir tengjast báðum málunum.

Í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu að veitingastað í miðborginni vegna slagsmála. Einn var handtekinn og þurfti að beita hann úðavopni við handtökuna sökum mótspyrnu og ógnandi tilburða. Hann gistir fangageymslu. Maðurinn sem varð fyrir árásinni var fluttur á slysadeild til aðhlynningar, en meiðsli hans voru talin minniháttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert