Mikil mengun á Blönduósi

Frá Blönduósi í morgun
Frá Blönduósi í morgun mbl.is/Jón Sigurðsson

Mikil mengun er á Blönduósi en enginn mengunarmælir er á svæðinu og því vita íbúar ekki hversu mikil mengun mælist frá eldgosinu í Holuhrauni, að sögn fréttaritara mbl.is, Jóni Sigurðssyni. 

Tilkynning barst frá skólastjóra Blönduskóla í morgun um að ákveðið hefði verið að engin útikennsla yrði í dag, nemendum á yngsta stigi yrði haldið  inni í frímínútum og nemendum á miðstigi var einnig boðið upp á það að vera inni í frímínútum.

Allir gluggar eru lokaðir, hitinn hækkaður á ofnunum, lokað fyrir innblástur hitakerfis í nýja skóla og kalda vatnið látið renna í vöskum, að því er fram kemur á vefnum Húni.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert