Mikil mengun á Norður- og Vesturlandi

Það liggur mengunarský yfir Akureyri.
Það liggur mengunarský yfir Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Enn eru há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) að mælast á norðanverðu Snæfellsnesi. Alls voru 3700 µg/m³ af SO2 mæld með færanlegum mæli í Ólafsvík nú eftir hádegi. Kemur þetta fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Mælingar þessar eru í samræmi við spá Veðurstofu Íslands sem spáði gasmengun á Norðvesturlandi í dag. Mengunin sem mældist í morgun í Skagafirði er nú gengin niður, en mengunin á Akureyri er enn að mælast 3000 til 4000µg/m³.

Þá fór mengun á Hvammstanga í 2400 µg/m³ seinni hluta dags. Hefur einnig mæling á SO2 við Grundartanga verið að hækka og var milli 500 til 1000 µg/m³ í eftirmiðdag.

Í dag hafa SMS viðvörunarskilaboð um viðbrögð við mengun verið send í farsímanúmer víða um land m.a. á Akureyri, Skagafirði, Hvammstanga, Stykkishólmi, Ólafsvík og Grundarfirði.

Verði mengun yfir 2000 µg/m³ á höfuðborgarsvæðinu verða hins vegar ekki send skilaboð til almennings með SMS, þar sem kerfið mun ekki geta annað álagi sem því fylgdi. Er fólki því bent á að fylgjast vel með fréttaflutningi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert