Snarvitlaust veður undir Eyjafjöllum

Engin slys urðu á fólki
Engin slys urðu á fólki Eggert Jóhannesson

Undir Eyjafjöllum og í grennd við Kirkjubæjarklaustur er nú snarvitlaust veður. Ökumenn eru hvattir til þess að sýna aðgát á ferð sinni um svæðið.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Hvolsvelli kemur fram að strætisvagn hafi fyrr í dag farið út af veginum vegna mikils vinds. Gerðist þetta á veginum yfir Reynisfjall. Ökutækið er lítið skemmt og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu urðu engin slys á fólki vegna óhappsins.

Lögreglan vill koma því á framfæri við almenning að varað sé við slæmri veðurspá fram eftir kvöldi, frá Eyjafjöllum að Kirkjubæjarklaustri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert