Dópaður undir stýri

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Rétt fyrir miðnætti var akstur ökumanns á fertugsaldri stöðvaður í miðborginni af lögreglu og reyndist hann vera með fíkniefni í fórum sínum og er auk þess grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna við aksturinn.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var hann frjáls ferða sinna að lokinni afgreiðslu málsins á lögreglustöð.

Á þriðja tímanum var svo ökumaður á þrítugsaldri stöðvaður í Hafnarfirði en hann er grunaður um ölvun við akstur og gæti því þurft að ferðast með öðrum hætti en akandi í jólagjafainnkaupin, allavega þetta árið, segir lögreglan. Hann var frjáls ferða sinna að lokinni töku blóðsýnis.

Kl. 04:04 bárust brunaboð frá Hæstarétti, er lögreglumenn komu á vettvang gátu þeir staðfest að ekki var um eld að ræða, óútskýrt hvers vegna kerfið ræstist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert