Búist við stormi í nótt

Búist er við stormi, meira en 20 m/s, á Suður- og Vesturlandi í nótt og fyrramálið að sögn Veðurstofu Íslands.

Veðurhorfur á landinu eru svohljóðandi:

Hæg suðlæg átt. Víða bjartviðri norðanlands, annars skýjað en úrkomulítið. Vaxandi suðaustanátt suðvestantil síðdegis. Suðaustan 15-23 m/s og rigning eða slydda sunnan- og vestanlands í nótt, en sunnan 8-13 m/s og skúrir eða él nálægt hádegi. Sunnan 10-18 og dálítil rigning á norðaustanverðu landinu á morgun, hægari vindur síðdegis. Hiti yfirleitt 0 til 8 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert