Slydda og rigning í kortunum

Gert er ráð fyrir sunnanátt 8-13 metrum á sekúndu á landinu næsta sólarhringinn með skúrum og éljum samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Þurrt verður hins vegar á Norður- og Austurlandi. Hiti verður á bilinu 1-6 stig. Vindur verður síðan hægari seinnipartinn og úrkomuminna og frost allvíða.

Vindurinn snýst síðan í suðaustan- og austanátt á morgun 3-8 m/s en 8-15 m/s með suðurströndinni. Bjart verður að mestu á norðanverðu landinu og frost 0-5 stig. Dálítil slydda eða rigning sunnanlands.

Spáin fyrir föstudaginn gerir ráð fyrir suðaustan 8-18 m/s og hvassast með suðvestanverðri ströndinni. Rigning verður með köflum en úrkomulítið norðanlands. Hiti 2-8 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert