90 skjálftar síðasta sólarhringinn

Stærsti skjálfti í Bárðarbungu frá því í gærmorgun varð í gærkvöldi kl. 23:26 4,4 að stærð. Annar 4,2 varð kl. 14:11 í gær.

Síðasta sólarhring hafa mælst tæplega 90 skjálftar við Bárðarbungu, heldur fleiri en á sama tíma í gær. Það sem af er þessum degi hafa stærstu skjálftarnir verið 4,1 að stærð kl. 03:36 og 4,0 kl. 04:59 og skjálfti að stærð 3,9 varð kl. 06:25 í morgun.

Allir þessir skjálftar urðu við norðanverða brún Bárðarbunguöskjunnar utan sá sem varð kl. 14:11, hann var við suðausturbrúnina.

Undir norðanverðum ganginum hafa mælst um 10 skjálftar, allir innan við eitt stig að stærð. 

Ágætlega sést til gossins á vefmyndavélum Mílu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert