„Alveg „scary“ að fara upp á svið“

„Það er alveg „scary“ að fara upp á svið og svona en hjá mér þá gleymi ég fólkinu í „crowdinu“ þegar lagið byrjar," segir Guðmundur Þorvaldsson, sigurvegari í Rappþulunni 2014. Það geti verið erfitt að taka skrefin upp á svið og rappa fyrir fólk. Hann segir að því miður hafi engar stelpur tekið þátt í keppninni í ár.

Guðmundur sem er 21 árs hefur verið að rappa í tíu ár og segir það krefjast mikillar æfingar að ná góðum tökum á því. Þá þurfi að halda tækninni við því maður sé fljótur að missa niður getuna ef maður æfi sig ekki.

mbl.is ræddi við Guðmund um rappið og keppnina ásamt því að fá smjörþefinn af rímum hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert