Pétur vill verða ráðherra

Pétur H. Blöndal alþingismaður.
Pétur H. Blöndal alþingismaður. mbl.is/Ómar

„Ég hef alltaf verið í pólitík til þess að hafa áhrif,“ segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is en hann hefur lýst yfir áhuga sínum á að taka við innanríkisráðuneytinu af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem óskaði eftir að láta af embættinu í síðustu viku. Hann hafi tilkynnt Bjarna benediktssyni, fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, um áhuga sinn á embættinu.

„Ég lét hann vita af því að ég væri reiðubúinn að taka þetta embætti að mér og benti honum á það að í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir síðustu kosningar var ég í þriðja sæti á eftir Hönnu Birnu og Illuga Gunnarssyni. Þetta eru tvö kjördæmi og hafa nú aðeins einn ráðherra,“ segir hann. Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið meiri stuðning í Reykjavík suður þar sem hann væri þingmaður. „Mér finnst mjög eðlilegt að mæta óskum þeirra sjálfstæðismanna.“ Pétur hefur setið á þingi frá árinu 1995.

Frétt mbl.is: Bjarni velji hæfasta einstaklinginn

Frétt mbl.is: Sjálfstæðiskonur vilja sjálfstæðiskonu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert