Eldur í þaki í Grænuhlíð

Tilkynnt var um reyk úr ljósastæði í íbúð í Grænuhlíð í Reykjavík í kvöld. Húsráðandi hafði sprautað úr slökkvitæki á ljósastæðið en óskaði engu að síður eftir því að slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu gengi úr skugga um að allt væri með felldu.

Sjúkrabíll var sendur á vettvang til þess að kanna málið. Þegar þangað kom leist mönnum ekki á aðstæður og óskuðu eftir aðstoð dælubíls. Slökkviliðsmennirnir opnuðu rýmið og sáu þá minniháttar eld í þaki hússins.

Tveir dælubílar eru núna á staðnum og körfubíll og er verið að rífa hluta af þakinu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu hafa slökkviliðsmenn stjórn á aðstæðum og er verið að vinna að því að klára málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert