Ráðið niðurlögum eldsins

Eldur hefur verið slökktur í þaki íbúðarhúss við Grænuhlíð í Reykjavík. Eldurinn uppgötvaðist fyrr í kvöld eftir að íbúar höfðu tilkynnt slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um reyk frá ljósastæði. Þeir töldu sig hafa afgreitt málið með handslökkvitæki en vildu til öryggis að slökkviliðið athugaði málið.

Þegar þakið var rofið að hluta kom eldur í ljós og náðu slökkviliðsmenn fljótt tökum á ástandinu og gátu komið í veg fyrir að eldurinn breiddist út. Eldurinn náði að breiðast út á um tveggja fermetra svæði samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.

Frétt mbl.is: Eldur í þaki í Grænuhlíð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert