Framsóknarmenn afgreiddu ekki náttúrupassann

Frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra var afgreitt á ríkisstjórnarfundi í dag og í kjölfarið lagt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna. Frumvarpið var rætt á þingflokksfundi Framsóknarflokksins en ekki afgreitt. Þetta staðfestir Þórunn Egilsdóttir, varaformaður þingflokks framsóknarmanna, í samtali við mbl.is.

„Við viljum bara skoða málið betur og velta þessu aðeins betur fyrir okkur,“ segir hún. Spurð hvenær næsti þingflokksfundur Framsóknarflokksins fari fram segir hún það líklega ekki verða fyrr en á næsta miðvikudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert