Hékk á húddi og missti takið

Kraftaverk þótti að Guðjón Jónasson skyldi lifa slysið af.
Kraftaverk þótti að Guðjón Jónasson skyldi lifa slysið af. mbl.is/Golli

Fyrir stuttu birtist frétt á mbl.is þess eðlis að lögreglan á Suðurnesjum hefði stöðvað unga drengi við að leika sér að því að hanga framan á húddi bíls á ferð, sem hefði getað endað illa.

Guðjón Jónasson lék sama leik fyrir áratug, þá aðeins 17 ára gamall, en munurinn á ungu drengjunum í Keflavík og honum er sá að Guðjón lenti undir bílnum, á 90 km hraða. Guðjón segir sögu sína í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

„Maður var ekkert að pæla í því að maður gæti dottið af. Þetta var skemmtilegur leikur og maður fékk mikið adrenalín út úr þessu. Við vorum ungir og vitlausir og ekki datt mér í hug að eitthvað svona gæti komið fyrir mig,“ segir Guðjón í viðtalinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert