„Þetta var alveg sturlað“

Halldór við lesturinn.
Halldór við lesturinn. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Ég er alltaf að kynna bókina mína þá kemur maður víða við,“ segir rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson, en hann las upp úr nýjustu bók sinni, Drón, fyrir meðlimi Sjósundsfélags Íslands. Halldór las fyrir meðlimina við ylströndina í Nauthólsvík og fékk leiðsögn í sjósundi í staðinn. 

„Þau voru alveg virkilega ánægð með lesturinn og í staðinn kenndu þau mér að fara ofan í sjóinn sem ég hef aldrei gert áður. Þetta var alveg sturlað og ég mun gera það aftur,“ segir Halldór og lýsir þeirri náttúrulegu vímu sem verður við sjósund. 

„Fyrst labbaði ég yfir ísbreiðu á tánum og út í sjóinn. Það var alveg ógeðslega kalt og svo verður það viðbjóðslega kalt. Eftir það verður það sársaukafullt og maður byrjar að anda geðveikt hratt og stutt eins og maður sé að drepast. En allt í einu fór ég bara að hlæja, hætti að vera kalt og leið bara rosalega vel,“ segir Halldór. „Ég skil fullkomlega að fólk verði háð þessu.“

Halldór útilokar ekki að lesa úr bók sinni á fleiri óhefðbundnum stöðum. „Mér finnst gaman að brjóta þetta aðeins upp. Ef einhver vill fá mig til að lesa við einhverjar óhefðbundnar aðstæður er ég alltaf til.“

Halldór las fyrir meðlimi félagsins ofan í pottinum.
Halldór las fyrir meðlimi félagsins ofan í pottinum. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Halldór Armand Ásgeirsson
Halldór Armand Ásgeirsson Rax / Ragnar Axelsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert