Ófærðin leikur pústkerfin grátt

Mjög mæðir á pústkerfum bíla í því færi sem nú …
Mjög mæðir á pústkerfum bíla í því færi sem nú er víðast hvar. mbl.is/Árni Sæberg

Ófærðin á götum Reykjavíkur og nágrennis hefur leikið mörg pústkerfi undir bifreiðum ansi grátt. Svo slæmt er ástandið að pústþjónustur höfuðborgarsvæðisins hafa varla undan.

Snjó hefur kyngt niður og oft myndast djúp hjólför sem litlir fólksbílar ráða illa við. Í litlum hliðargötum og þar sem ekki er rutt skrapa undirvagnar fólksbíla glerharða miðjuna á veginum og þá fær púströrið að kenna á því. Púströr hristast einnig mun meira í snjónum og á svellinu sem einkennir götur höfuðborgarsvæðisins.

Þau pústþjónustufyrirtæki sem Morgunblaðið hafði samband við voru öll sammála um það að meira væri að gera hjá þeim nú en yfirleitt svona nálægt jólahátíðinni. Að skipta um púströr væri ekkert endilega á dagskrá hjá flestum fjölskyldum á þessum árstíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert