Flestir gæsastofnar í góðum vexti

Grágæsin Díana var merkt með staðsetningartæki með GSM-sendibúnaði á Út-Héraði …
Grágæsin Díana var merkt með staðsetningartæki með GSM-sendibúnaði á Út-Héraði sumarið 2014. Ljósmynd/Arnór Þ. Sigfússon

Gæsastofnum sem verpa hér eða hafa hér viðkomu reiddi yfirleitt þokkalega af á árinu. Heiðagæsastofninn setti nýtt stærðarmet í fyrra og taldist vera um 372.000 fuglar.

Fari svo fram sem horfir gætu íslensku heiðagæsirnar orðið um hálf milljón innan ekki margra ára, að mati Arnórs Þóris Sigfússonar, dýravistfræðings hjá Verkís. Viðkoma heiðagæsarinnar verður líklega aðeins undir meðallagi í ár, líkt og í fyrra. Ástæða þess er líklega hvað voraði seint á hálendinu, að því er fram kemur í fréttaskýringu um afkomu gæsastofnsins í Morgunblaðinu í dag.

Færri grágæsir voru taldar nú en undanfarin ár. Arnór kvaðst ekki hafa áhyggjur af því vegna þess að grágæsin hefði áður sýnt sveiflur í talningum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert