Gasmengun færist frá suðri til norðurs

Blágræna svæðið sýnir hvar líkur eru á mengun frá eldgosinu …
Blágræna svæðið sýnir hvar líkur eru á mengun frá eldgosinu í dag. mynd/Veðurstofa Íslands

Búist er við gasmengun vegna eldgossins í Holuhrauni víða á Suðausturlandi fyrripart dags, en einkum á Norðurlandi síðdegis á svæðinu frá Skagafirði austur á Tjörnes. 

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. 

Þar segir ennfremur, að á morgun megi búast við gasmengun víða á norðaustanverðu landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert