Skelfilegt ástand í hliðargötum Grafarvogs

Djúpar holur eru víða á vegum Grafarvogs.
Djúpar holur eru víða á vegum Grafarvogs. Ljósmynd/ Baldvin Örn Berndsen

„Það er í rauninni alveg skelfilegt,“ segir Baldvin Örn Berndsen íbúi í Grafarvogi um ástandið á götum hverfisins en hann segir afar illa staðið að snjómokstri. Baldvin segir flestar stofnæðar hafa verið ruddar en að svo virðist sem hliðargöturnar hafi mætt mæta afgangi.

Á myndum sem Baldvin tók við Laufrima má sjá að færðin hefur leikið ökumenn grátt. Forláta hljóðkútur undan bifreið liggur úti í vegarkanti og margir hafa fest bíla sína í djúpum holum sem myndast hafa í snjónum. Baldvin keyrir sjálfur jeppa en hann segir að jafnvel slíkum ökutækjum sé óhollt að hossast í snjóholum hverfisins, hvað þá þeim minni.

„Einn nágranni minn hringdi [í Reykjavíkurborg] og spurði afhverju það hefði ekki verið mokað þar sem það er leikskóli hérna. Þá var svarið að leikskólastjórinn hafði ekki beðið um það,“ segir Baldvin sem telur ljóst að borginni sé skylt að sjá til þess að fært sé í kringum skólalóðir.

Hann segir að víða þar sem mokstur hafi farið fram, svo sem við strætóskýli hjá Egilshöll og í Rimaskóla, hafi það verið illa gert.

„Það kom einhver hérna annan eða þriðja daginn sem það snjóaði og rétt skóf ofan af, en það kom enginn þegar mesti snjórinn kom. Nú er kominn mikill klaki og ástandið verður enn verra vegna vatnselgsins.“

Hljóðkútur liggur út í kanti og má geta sér til …
Hljóðkútur liggur út í kanti og má geta sér til að hann hafi dottið af við torfæruaksturinn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert