Fornleifar á Gufuskálum stórskemmdar

Eftir stormana nú í desember hefur sjórinn splundrað sandpokum og …
Eftir stormana nú í desember hefur sjórinn splundrað sandpokum og grjóti um allt svæðið.

Tíðir vetrarstormar hafa leikið rannsóknasvæði fornleifafræðinga á Gufuskálum grátt að undanförnu. Vísindafólkið óttast að orðið hafi óbætanlegt tjón á merkum menningarminjum.

Þetta kemur fram í frétt á vef Skessuhorns. „Þetta lítur bara skelfilega út. Af þeim ljósmyndum að dæma sem Þór Magnússon á Gufuskálum hefur sent okkur þá virðist eyðileggingin vera mikil. Sjórinn er búinn að fletta miklu af jarðvegi í burtu og kasta til grjóti úr vegghleðslum sem þá er komið niður á klettana,“ segir Lilja Björk Pálsdóttir fornleifafræðingur við Fornleifastofnun Íslands í samtali við Skessuhorn. 

„Miðað við myndirnar sem ég hef séð þá er afskaplega mikið farið af þeim gömlu verbúðum sem við vorum að rannsaka snemma í sumar. Sennilega er meiripartur þeirra nú horfinn.“

Sjá má fleiri myndir af vettvangi á Facebook-síðu Gufuskálaverkefnsins (Gufuskálar Archaeology).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert