Víða mikil hálka á vegum

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Á Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði er snjóþekja, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Það er hálka og snjóþekja á Suðurlandi en hálkublettir og hálka á Suðvesturlandi.

Á Vesturlandi er hálka og snjóþekja og sumstaðar éljagangur. Flughált er í sunnanverðum Hvalfirði og í uppsveitum Borgarfjarðar. Ófært er á Fróðárheiði en unnið að mokstri.

Á Vestfjörðum er hálka, krap eða snjóþekja á flestum leiðum. Flughálka er á Raknadalshlíð. Ófært er á Kleifaheiði en verið er að moka. Flughált er á Ströndum.

Snjóþekja eða hálka er á Norðurlandi og sumstaðar eru él. Flughálka er á milli Varmahlíðar, Sauðárkróks og Siglufjarðar.

Hálka er á Austurlandi og sumstaðar flughált. Flughálka er á Oddskarði, í Skriðdal og á milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs. Vatnskarð eystra ófært.

Á Suðausturlandi er hálka og víða flughálka

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert