Hálka og ófærð

Þórður Arnar Þórðarson

Á Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði er hálka. Það er hálka og snjóþekja á Suðurlandi en hálkublettir og hálka á Suðvesturlandi. Flughált er í Grafningnum, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á Vesturlandi er hálka og snjóþekja á flestum vegum. Ófært er á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja á flestum vegum. Ófært á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Þæfingur er á Klettshálsi. Flughált er á Barðaströnd og í vestanverðum Hrútafirði. Vegurinn um Súðavíkurhlíð er lokaður.

Snjóþekja og hálka er á Norðurlandi og víða þæfingur. Þæfingur er frá Hrútafirði í Blönduós. Ófært er á Þverárfjalli og Siglufjarðarvegi. Skafrenningur og þæfingsfærð er á Mývatnsöræfum.

Hálka er á Austurlandi og sumstaðar skafrenningur. Snjókoma og þæfingsfærð er á Möðrudalsöræfum. Snjóþekja er á Fagradal, Fjarðarheiði og á Oddsskarð og líka með ströndinni í Djúpavog. Á Suðausturlandi er hálka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert