Ók yfir leiði af „aulahætti“

Bílför á leiðum í Gufuneskirkjugarði.
Bílför á leiðum í Gufuneskirkjugarði. Styrmir Kári

Annar ökumannanna sem ollu skemmdum í Gufuneskirkjugarði með því að keyra yfir leiði fyrir og um jólin hefur gefið sig fram. Að sögn Þórsteins Ragnarssonar, forstjóra kirkjugarðanna, gaf maðurinn þá skýringu að það hafi verið „aulaháttur“ í sér sem hafi orðið til þess að hann ók yfir leiðin.

Tvisvar sinnum hefur verið keyrt yfir leiði í Gufuneskirkjugarði á síðustu dögum, fyrst daginn fyrir Þorláksmessu og svo aftur á jóladag. Ekið var niður eina grafarlengju með um fimmtán leiðum. Svo virðist sem að ökumennirnir hafi fest sig og spólað ofan á gröfunum með tilheyrandi spjöllum. Skemmdirnar verða kærðar til lögreglu á morgun en annar ökumannanna hefur nú gefið sig fram við kirkjugarðana.

„Hann hringdi bara í mig. Hann gaf þá skýringu að þetta var bara aulaháttur í honum. Hann er að reyna að fara leið sem síðan reyndist ófær og versnaði bara eftir því sem hann reyndi að komast áfram. Svo festi hann bílinn þarna. Þetta er bara aulaháttur og rangar ákvarðanir teknar þarna. Hann er að reyna að fara eitthvað nær held ég því leiði sem hann ætlaði að vitja,“ segir Þórsteinn sem telur ekki að maðurinn hafi haft neinn ásetning um að skemma eitt né neitt.

Hinn ökumaðurinn hefur ekki gefið sig fram ennþá en bæði málin verða kærð til lögreglu á morgun.

Fyrri fréttir mbl.is:

Ábendingar borist um bílnúmerin

Keyrt yfir 15 leiði og grafarkross

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert