Vatnsleki í líkamsræktarstöð

Vatn var yfir öllu þegar starfsmennirnir mættu til vinnu í …
Vatn var yfir öllu þegar starfsmennirnir mættu til vinnu í morgun, alls yfir 1.000 fermetrum. mbl.is/Andri Yrkill

„Það var grunnvatnsdæla sem bilaði og þá gerist þetta, kjallarinn er nánast undir vatnsyfirborðinu,“ segir Evert Víglundsson, yfirþjálfari hjá CrossFit Reykjavík, en þegar starfsmaður fyrirtækisins kom í húsnæði þess í Faxafeni í morgun var vatn yfir öllu, alls um 1.000 fermetrum. Slökkviliðið var kallað út og er það enn að störfum í húsinu. 

„Við erum ekki með mikið af raftækjum og slíkum búnaði sem getur skemmst en það eru einhverjar jógadýnur sem skemmdust og við verðum að sótthreinsa allt sem var á gólfinu áður en við opnum aftur. Við höfum þegar haft samband við tryggingafélagið og er fulltrúi frá þeim mættur núna,“ segir Evert sem býst við því að geta opnað aftur á morgun á hefðbundnum tíma.

„Við höfum gantast með það svolítið lengi að við höfum lengi viljað sundlaug til að bæta við starfsemina okkar, og við fengum hana í morgun,“ segir Evert að lokum.

mbl.is/Andri Yrkill
mbl.is/Andri Yrkill
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert