250 gistu í Reykjaskóla

Skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Þar gistu 100 strandaglópar í …
Skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Þar gistu 100 strandaglópar í nótt.

Um 250 manns þurftu að leita skjóls í Reykjaskóla í Hrútafirði í nótt vegna veðurs. Loka þurfti Holtavörðuheiðinni í gær og urðu 300 til 400 manns strandaglópar í Staðarskála í gær. Þegar í ljós kom heiðin yrði ekki opnuð fyrir nóttina var farið með hluta fólksins í Reykjaskóla.

Gísli Viðar Eggertsson, rekstr­ar­verk­fræðinemi við Há­skól­ann í Reykja­vík, var einn þeirra. Hann fór með nem­enda­fé­lagi verk­fræðinema Há­skól­ans í Reykja­vík, Pragma, í skíðaferð til Ak­ur­eyrar um helg­ina. Gísli Viðar segir að það hafi farið ágætlega um hópinn í skólanum.

„ Þetta var bara ágætt, þröngt mega sáttir sitja,“ segir Gísli. „Við erum að fara í rúturnar núna, ætli við leggjum ekki af stað fljótlega.“

Gísli segir að veðrið nú sé miklu betra en í gær. „Það er stillt veður núna. Við ættum nú alveg að komast heim í dag.“

Fjöldi háskólanema strandaglópar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert