Búið að opna Holtavörðuheiði

Holtavörðuheiði var lokað í gær.
Holtavörðuheiði var lokað í gær. mbl.is/Gúna

Búið er að opna veginn um Holtavörðuheiði en einbreitt er á köflum og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát. Enn er þó ófært um Bröttubrekku og Öxnadalsheiði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Í tilkynningu kemur fram að hálka sé á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Hálkublettir og éljagangur eru jafnframt á Reykjanesbraut og á Sandskeiði. Einnig er hálka og snjóþekja á Mosfellsheiði og á Lyngdalsheiði og í uppsveitum á Suðurlandi.

Á Vestfjörðum er lokað á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum, Klettshálsi, Kleifaheiði og Hjallahálsi en unnið er að mokstri á þessum leiðum samkvæmt tilkynningu. Snjóþekja er á Hálfdán og Mikladal og ófært er á Innstrandavegi. Hálka og snjóþekja er á öðrum leiðum á Vestfjörðum.

Á Norðurlandi vestra er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum og éljagangur og er þæfingsfærð á Þverárfjalli. Þungfært er jafnframt frá Ketilási í Siglufjörð. Hálka eða hálkublettir eru á öðrum leiðum á Norðausturlandi. Ófært er á Öxnadalsheiði en samkvæmt tilkynningu er verið að moka.

15 til 20 bílar fastir á Holtavörðuheiði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert